Líf í borgarholtsskóla

02/05/2024 | Ritstjórn

Kabarett söngleikurinn

Leikhópurinn

Leikhópurinn

Útskriftarnemar leiklistarkjörsviðs Borgarholtsskóla ásamt kennurum sínum hafa unnið hörðum höndum að því undanfarna mánuði að setja upp söngleikinn Kabarett. Söngleikurinn gerist í Berlín á árunum 1929-1930 í rökkri jazzaldar þegar nasistar rísa til valda. Verkið fjallar um næturlífið á Kitkat-klúbbnum og samskipti bandaríska rithöfundarins Clifford Bradshaw við ensku kabarettleikkonuna Sally Bowles.

Tvær sýningar voru sýndar af verkinu fyrir fullu húsi í Gamla bíói 28. og 29. apríl. Guðný María Jónsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Eva Björg Harðardóttir og Olgalilja Bjarnadóttir hafa stýrt og aðstoðað nemendur við þessa flóknu og vönduðu uppsetningu.

Nemendum og kennurum er óskað innilega til hamingju með þessa glæsilegu sýningu og ljóst er að framtíðin er björt hjá þessum nemendum.