Líf í borgarholtsskóla

13/03/2023 | Ritstjórn

Jafnréttisdagurinn

Þann 8. mars er Jafnréttisdagur Borgarholtsskóla haldinn hátíðlegur, en dagurinn er eins og kunnugt er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að þessu sinni var áhersla lögð á stöðu trans einstaklinga í skólanum. Trans ungmenni upplifa fordóma, einelti og útskúfun sökum kyns og kyntjáningar.

Unnur Gísladóttir, kynjafræðikennari, var með stutta kynningu á málefnum trans einstaklinga. Eftir kynninguna var horft á heimildarmyndina The Dreamlife of Georgie Stone. Eftir myndina voru umræður um málefnið þar sem nemendur komu meðal annars með tillögur um hvernig mætti bæta aðstöðu eða líf trans einstaklinga í skólanum.

Jafnréttisdagurinn var mjög vel heppnaður og er jafnréttisnefnd skólans þakkað sérstaklega fyrir skipulagningu dagsins. Jafnréttisnefnd skipa Anton Már Gylfason, áfangastjóri, Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Unnur Gísladóttir, kennari.