Líf í borgarholtsskóla

14/03/2023 | Ritstjórn

Íslandsmeistari í keilu

Stefán Matti Sigurðsson, nemandi á sérnámsbraut, varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í keilu en hann keppir í 1. flokki pilta. Árni Páll Guðjónsson varð í öðru sæti og Ólafur Þór Jónsson í þriðja sæti en þeir eru einnig nemendur á sérnámsbraut Borgarholtsskóla.

Stefáni, Árna og Ólafi er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur.