Líf í borgarholtsskóla

25/12/2022 | Ritstjórn

Heimsókn til KIA

Nemendur í áfanganum þjónusta og ábyrgðarviðgerðir (ÞJÁ2A05) fóru á dögunum í heimsókn í KIA umboðið ásamt Hreini Ágústi Óskarssyni, kennara. Davíð Már Steinarsson tók á móti nemendum og sýndi þeim aðstöðuna. Nemendur voru áhugasamir og sinntu því sem beðið var um með bros á vör. Nemendur höfðu gaman að heimsókninni og voru ánægðir með móttökurnar.

Þetta er í annað sinn sem nemendur í þessum áfanga heimsækja Öskju/KIA og er mikil ánægja með þessar heimsóknir bæði hjá nemendum og kennurum Borgarholtsskóla sem og starfsfólki KIA.