Líf í borgarholtsskóla

28/02/2023 | Ritstjórn

Heimsókn frá afrekssviði FVA

Afrekssvið Borgarholtsskóla fékk góða heimsókn frá afrekssviði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi nýlega. Fjörtíu nemendur og tveir kennarar komu í heimsókn og tóku þátt í hefðbundnu starfi sviðsins. Einnig fengu þau kynningu á þremur stoðþáttum afrekssviðsins en þeir eru; andlegur styrkur, félagslegur styrkur og líkamlegur styrkur (og tækni).

Dagurinn hófst á styrktaræfingum í fimleikasalnum í Egilshöll en þaðan var farið í tækniæfingar í þeim greinum sem möguleiki var á. Dagurinn endaði svo með frábærri fræðslu frá Hreiðari Haraldssyni, kennara á afrekssviði.

Afrekssviði FVA er þakkað kærlega fyrir frábæra heimsókn og vonir standa til að efla þetta góða samstarf.