Líf í borgarholtsskóla

01/12/2025 | Ritstjórn

Heimsókn borgarstjóra

Heiða Björg, borgarstjóri, ræðir við nemendur í bíliðngreinum

Heiða Björg, borgarstjóri, ræðir við nemendur í bíliðngreinum

Í síðustu viku fengum við í Borgarholtsskóla góða gesti. Þar voru á ferðinni Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og fylgdarfólk. Þau voru hér vegna hverfisdaga í Grafarvogi sem stóðu yfir nú í  lok nóvember.

Gestunum var fylgt um skólann og fengu þau kynningu á starfi skólans. Borgarstjóri átti gott spjall við nemendur og starfsfólk á göngu sinni um skólabygginguna.

Borgarstjóri og föruneyti lýstu ánægju með heimsóknina og varð ekki annað séð en að nemendum og starfsfólki skólans hafi einnig þótt hún ánægjuleg.