Líf í borgarholtsskóla

09/02/2024 | Ritstjórn

Glæsiballið

Glæsilegir nemendur á Glæsiballi

Glæsilegir nemendur á Glæsiballi

Fimmtudagskvöldið 8. febrúar var haldið Glæsiball í Borgarholtsskóla en svo nefnist árshátíð nemenda skólans.

Glæsiballið fór að venju fram í matsal skólans. Starfsfólk þjónaði nemendum til borðs en á boðstólnum var kalkúnn með öllu tilheyrandi og súkkulaðimús í eftirrétt. Veislustjórar voru Aron Mola og Arnar Þór Ólafsson en þeir héldu uppi góðu stuði. Einnig kom Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, fram og tók nokkur lög við góðar undirtektir. Sýnd voru myndbönd frá BARA nefndinni og grínmyndband frá starfsfólki auk þess sem haldin var hæfileikakeppnin Borgó got talent. Einn og hálfur dj þeytti svo skífum í lok kvölds.

Nemendur skemmtu sér vel og voru í alla staði til fyrirmyndar eins og við var að búast.