Líf í borgarholtsskóla

12/02/2023 | Ritstjórn

Glæsiball

Fimmtudagskvöldið 9. febrúar var glæsiballið, sem er árshátíð nemenda,  haldið í fyrsta skipti eftir nokkurra ára hlé.

Glæsiballið fór fram í matsal skólans þar sem starfsfólk þjónaði til borðs en á boðstólnum var kalkúnn í aðalrétt og súkkulaðimús í eftirrétt. Fram komu Erpur Eyvindarson, JóiPé, Issi, DJ Ragga Hólm ásamt Jónsa sem var veislustjóri kvöldsins.

Mikil ánægja var með að tekist hefði að endurvekja þá skemmtilegu hefð að halda glæsiballið að loknum skóhlífadögum. Nemendur skemmtu sér vel og voru í alla staði til fyrirmyndar.

small_image
small_image
small_image
small_image
small_image
small_image
small_image
small_image
small_image
small_image