Líf í borgarholtsskóla

05/12/2022 | Ritstjórn

Gjöf til Kvennaathvarfsins

Nemendur í áfanganum Skapandi hugmyndavinna og viðburðastjórnun héldu pop up markað 17. nóvember síðastliðinn. Markmið áfangans er að vinna verkefni í anda Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna en þar er sjálfbærni höfð að leiðarljósi. Kennarar áfangans eru Helga Kristrún Hjálmarsdóttir og Kristveig Halldórsdóttir.

Á pop up markaðnum seldu nemendur notaðan fatnað, endurunnar töskur og poka, höfðu pílukast og smákökusölu ásamt fleiru. Ákveðið var að ágóði markaðarins færi í að kaupa tvær spjaldtölvur fyrir börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastjóri athvarfsins Linda Dröfn Gunnarsdóttir kom í skólann, hitti nemendur og tók á móti gjöfinni fyrir hönd Kvennaathvarfsins.

Nemendum og kennurum er hrósað fyrir þetta frábæra framtak og vonandi koma spjaldtölvurnar að góðum notum í athvarfinu.

small_image