Líf í borgarholtsskóla

19/03/2024 | Ritstjórn

Gjöf frá Sindra

Ársæll skólameistari veitir gjöfinni viðtöku úr hendi Sigurðar frá Sindra, Marín sviðstjóri og Hreinn Ágúst kennari í bifvélavirkjun standa ánægð hjá

Ársæll skólameistari veitir gjöfinni viðtöku úr hendi Sigurðar frá Sindra, Marín sviðstjóri og Hreinn Ágúst kennari í bifvélavirkjun standa ánægð hjá

Fyrir skemmstu barst skólanum höfðingleg gjöf frá Sindra. Um er að ræða fullbúinn verkfæraskáp frá þýska verkfæraframleiðandanum Kraftwerk. Eru verkfærin hönnuð til vinnu við rafbíla og eru þau sérstaklega einangruð þannig að sem minnst hætta skapist við vinnuna en eins og kunnugt er þarf að gæta sérstakrar varúðar við slíka vinnu þar sem spennan á rafkerfi bílanna er mjög há. Með settinu fylgdu staurar og varúðarborðar sem nota á til að afmarka vinnusvæði þar sem unnið er við rafbíla.

Sigurður Kristinsson, sölumaður hjá fyrirtækinu afhenti gjöfina og tóku þau Ársæll skólameistari, Marín sviðsstjóri verk- og starfsnáms og Hreinn Ágúst kennari í rafbílaviðgerðum við henni fyrir hönd skólans. Verðmæti gjafarinnar er um hálf milljón  króna og færum við Sindra hjartans þakkir fyrir höfðinglega gjöf.