14/05/2025 | Ritstjórn
Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Höfða

Ársæll skólameistari tekur við styrknum
Sérnámsbraut Borgarholtsskóla hefur löngum átt góða bakhjarla en einn af þeim er Kiwanisklúbburinn Höfði sem styrkt hefur sérnámsbraut skólans frá árinu 2007.
Þann 12. maí komu tveir félagar úr klúbbnum, þeir Brynjólfur Gíslason og Jón Kjartan Sigurfinnsson færandi hendi og afhentu Ársæli Guðmundssyni skólameistari skólans 1.000.000.- kr. styrk fyrir nemendur brautarinnar. Útskriftarnemendur sérnámsbrautar hafa þegar hlotið góðs af styrkjum sjóðsins þegar þau fóru í vel heppnaða ferð til Danmerkur í apríl síðastliðnum.