Líf í borgarholtsskóla

31/10/2022 | Ritstjórn

Fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið

Í tilefni bleika dagsins 14. október síðastliðinn seldu nokkrar stúlkur úr nemendafélagi skólans bleikar möndlukökur og bleikan kristal til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Birgðir þeirra seldust upp á rúmum hálftíma og söfnuðust 53 þúsund krónur.

Þær Bergdís, Dís, Elísa og Margrét afhentu svo Krabbameinsfélaginu styrkinn í síðustu viku þar sem vel var tekið á móti þeim. Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar, tók á móti styrknum. Hann tók fram hversu dýrmætt það er að fá slíka styrki vegna þess að félagið sé eingöngu rekið á styrkjum.

Ljóst að Borgarholtsskóli er ríkur af framtaksömum og hugmyndaríkum nemendum og eiga þessar stúlkur hrós skilið.