Líf í borgarholtsskóla

20/11/2023 | Ritstjórn

Dragkeppni Borgó

Keppendur ásamt kynni og dómurum

Keppendur ásamt kynni og dómurum

Fimmtudaginn 16. nóvember fór fram dragkeppni Borgarholtsskóla sem skipulögð var af hinsegin nefnd skólans. Dragkeppnin fór fram í leiklistarstofu skólans og gekk frábærlega. Keppendur stóðu sig vel en Chardonnay Bublée og Smokey Quartz the First voru í dómnefnd.

Í 1.sæti lenti Heiða í gervi Álfheiðar Bjarkar og í 2.sæti varð Sigríður í gervi Tiffany Sparks the First.

Flosi Jón, kennari á listnámsbraut, tók lagið Whole again í útgáfu Daða Freys við mikinn fögnuð viðstaddra.