Líf í borgarholtsskóla

05/05/2023 | Ritstjórn

Dimmisjón

Allur hópurinn

Allur hópurinn

Föstudaginn 5. maí fögnuðu væntanlegir útskriftarnemar í Borgarholtsskóla því að senn líður að lokum framhaldskólagöngu þeirra. Að venju klæddust nemendur ýmsum litríkum búningum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Dagurinn hófst með því að nemendum var boðið upp á gómsætan morgunverð ásamt starfsfólki skólans. Þegar fólk hafði matast færðist leikurinn fram í sal þar sem nemendur veittu viðurkenningar starfsfólki og kennurum sem þeim þóttu hafa skarað fram úr á önninni.

Að þessu loknu var ferðinni er heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars verður farið í ratleik.