Líf í borgarholtsskóla

30/10/2023 | Ritstjórn

Auglýsing tekin upp fyrir Vinnueftirlitið

Tökur á auglýsingu

Tökur á auglýsingu

Á dögunum var tekin upp auglýsing í bílaskála skólans. Á ferðinni var tökulið frá kvikmyndafyrirtækinu Republik og var verið að taka upp auglýsingu fyrir Vinnueftirlitið. Nemendur í leiklist við Borgarholtsskóla fengu gullið tækifæri til að vinna sem aukaleikarar í auglýsingunni og fá reynslu í að leika fyrir framan myndavélar. Tökur gengu vel og er tökuliðið ánægt með afraksturinn.