Líf í borgarholtsskóla

23/11/2023 | Ritstjórn

Afreksnemendur á ráðstefnunni Vinnum gullið

Nemendur afreksíþróttasviðs á ráðstefnu

Nemendur afreksíþróttasviðs á ráðstefnu

Nemendur á afreksíþróttasviði ásamt verkefnastjóra afrekssviðs, Arnóri Ásgeirssyni, fóru á ráðstefnuna Vinnum gullið mánudaginn 20. nóvember. Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi var á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytisins, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefnan fór fram í Silfurbergi í Hörpu en á henni voru kynnt áform um stóreflingu afreksíþróttastarfs hérlendis með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir afreksíþróttafólk. Fjallað var um hvernig skapa megi umgjörð fyrir unga íþróttaiðkendur til að vaxa og dafna, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Þá kom þjóðþekkt afreksíþróttafólk sínum áherslum á framfæri og var aðkoma sveitarfélaga og atvinnulífsins rædd.

Það var áhugavert fyrir nemendurna að hlusta á og sjá einhverjar helstu fyrirmyndir í íslenskum afreksíþróttum miðla reynslu sinni . Það eru spennandi tímar framundan fyrir afreksíþróttir á framhaldsskólastigi og athyglisvert að heyra framsögur sérfræðinga á þessu sviði frá Noregi og Lúxemborg.