Tölvuþjónusta

Í Borgarholtsskóla er gert ráð fyrir að nemendur hafi tölvur með sér í skólann. Kennarar allra áfanga gera ráð fyrir að nemendur hafi með sér tölvur í kennslustundir þannig að þeir geti leitað upplýsinga, unnið verkefni og sinnt námsmati á Innu. Nemendur skólans hafa aðgang að þráðlausu neti (wifi) sem birtist í tækjum þeirra undir nafninu BHS-Nemendur. Ekki er þörf á að auðkenningu inn á þráðlausa netið.

Tölvur nemenda eru eins og gefur að skilja á þeirra ábyrgð en hægt er að leigja skápa í skólanum þar sem geyma má námsgögn og annan nauðsynlegan búnað. Viðhald og varnir fyrir tölvur nemenda eru sömuleiðis á þeirra ábyrgð. Skólinn skaffar nemendum hins vegar Microsoft Office hugbúnað auk þess sem nemendur í listnámi hafa aðgang að Adobe forritum sem þau greiða fyrir með innritunargjaldinu.

Nokkrar tölvur eru til almennra nota fyrir nemendur. Nemendur í bóknámsáföngum geta notað stofu 313 þegar hún er laus en nemendur í verknámi hafa aðgang að tölvum í stofum á fyrstu hæð í bílaskála og í stofum M177 og M260 í málmskála. Fyrir listnámsnemendur eru öflugar Mac tölvur í flestum stofum listnáms og á bókasafni eru nokkrar tölvur ætlaðar til almennra nota auk þess sem hægt er að fá lánaðar fartölvur í neyðartilvikum.

Microsoft Office

Öllum nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla bjóðast afnot af Office forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma). Leiðbeiningar

Menntaskýið

Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu. Leiðbeiningar um menntaskýið .

Tölvuaðgangur - lykilorð

Nýnemar og endurinnritaðir eldri nemendur fá lykilorð að tölvukerfi skólans send í sms-skilaboðum á þau símanúmer sem skráð voru í umsókn sinni.  Lykilorðin eru send nokkrum dögum fyrir fyrsta kennsludag.

Eitt og sama lykilorð gildir fyrir tölvukerfi skólans, tölvupóst og Office forrit. Breyti nemandi  lykilorði sínu hér innanhúss að tölvukerfinu þá er hann um leið að breyta lykilorðinu að tölvupósti.

Nemendur geta breytt lykilorðinu sínu inn á tölvukerfi skólans.  Sjá nánar leiðbeiningar um menntaskýið hér ofar.

Ef af einhverjum ástæðum nemendur geta ekki breytt lykilorði sjálfir er hægt að hafa samband við skrifstofu til að fá nýtt lykilorð.  

Nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum. Á þetta netfang berst ýmis póstur frá skrifstofu og stjórnendum skólans. Vefpóstur er á slóðinni http://mail.office365.com/ og tengill er einnig aðgengilegur af forsíðu á vef skólans.

Upplýsingakerfið Inna

Þegar nemendur hefja nám í Borgarholtsskóla fá þeir aðgang að tölvukerfi skólans og upplýsingakerfinu Innu. Í Innu geta nemendur nálgast stundaskrár og bókalista, fylgst með mætingu og skoðað námsferil sinn.

Farið er í Innu af slóðinni www.inna.is eða frá vef skólans. Nemendur og forráðamenn nemenda sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta skráð sig inn í Innu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Vakin er athygli á að nemendur geta, þegar þeir ná 18 ára aldri, veitt foreldrum/forráðamönnum sínum áframhaldandi aðgang að Innunni. Er eindregið mælt með að slíkt sé gert enda geta foreldrar/forráðamenn veitt ómetanlegan stuðning við námið.

Áfangastjóri veitir aðstoð eftir þörfum og einnig er hægt að leita til starfsmanna á skrifstofu vegna vandræða með lykilorð.

Prentun

Nemendur geta prentað gögn úr tölvum skólans en ekki er enn sem komið er hægt að prenta beint úr fartölvum nemenda.

9.5.2022