Tölvuþjónusta
Í Borgarholtsskóla er tölvukerfinu skipt í tvö aðskilin net, annarsvegar staðarnet og hins vegar þráðlaust net. Þráðlausa netið er opið, það er að segja ekki þarf lykilorð eða sérstakar stillingar til þess að komast inn á netið. Í flestum tilfellum munu fartölvur nemenda finna netið sem er auðkennt með nafninu BHS.
Ætlast er til að nemendur sjái sjálfir um viðhald sinna tölva og hafi á þeim viðeigandi vírusvarnir.
Á staðarnetinu eru 7 tölvustofur. Á þriðju hæð bóknámshúss eru tvær tölvustofur notaðar til almennrar tölvukennslu auk þess sem þær eru opnar nemendum til verkefnavinnu þess á milli.
Á annarri hæð eru 3 tölvustofur listnáms. Í málmskála er ein tölvustofa notuð til kennslu á málm- og véltæknibrautum og AutoCAD og í bíladeild í sal á annarri hæð er les- og tölvukennslustofa fyrir nemendur á bíltæknibrautum.
Einnig hafa nemendur aðgang að tölvum á bókasafni.
Hver nemandi hefur heimasvæði sem honum er aðgengilegt úr hvaða tölvu sem er í framangreindum stofum. Stærð heimasvæðis hvers notanda er háð kvóta sem í dag er 30MB.
Microsoft Office
Öllum nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla bjóðast afnot af Office
forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að
fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma). Leiðbeiningar
Tölvuaðgangur - lykilorð
Nýnemar og endurinnritaðir eldri nemendur fá lykilorð að tölvukerfi
skólans send á þau tölvupóstföng sem þeir skráðu við umsókn sína í
skólann. Lykilorðin eru send á póstföngin nokkrum dögum fyrir fyrsta
kennsludag.
Verði lykilorð óvirk af einhverjum ástæðum þurfa nemendur að tala við starfsmenn á skrifstofu.
Eitt og sama lykilorð gildir fyrir tölvukerfi skólans og tölvupóst.
Breyti nemandi lykilorði sínu hér innanhúss að tölvukerfinu þá er hann
um leið að breyta lykilorðinu að tölvupósti.
Nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum. Á þetta netfang berst ýmis póstur frá skrifstofu og stjórnendum skólans. Vefpóstur er á slóðinni http://mail.office365.com/ og tengill er einnig aðgengilegur af heimasíðu skólans.
Í skólanum eru nokkrar tölvustofur sem nemendur hafa aðgang að þegar þær eru ekki uppteknar vegna kennslu. Nemendur hafa einnig aðgang að tölvum og prentara á bókasafni.Upplýsingakerfið Inna
Þegar nemendur hefja nám í Borgarholtsskóla fá þeir aðgang að tölvukerfi skólans og upplýsingakerfinu Innu. Í Innu geta nemendur nálgast stundaskrár og bókalista, fylgst með mætingu og skoðað námsferil sinn.
Farið er í Innu af slóðinni
www.inna.is eða frá vef skólans. Þar er valið
Innskráning með Íslykli. Síðan er slegin inn kennitala og lykilorð. Lykilorðið fæst með því að fara á
http://www.island.is/islykill og velja þar
Panta Íslykil. Hægt er að velja hvort lykilorðið er sent í
heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili. Við fyrstu innskráningu með
nýjum íslykli þarf að breyta lyklinum þannig að lykilorðið samanstandi
af 10 stöfum sem verða að vera blanda af bókstöfum, tölustöfum og
táknum. Nánari leiðbeiningar er að finna á
http://www.island.is/islykill.
Nemendur sem hafa gleymt sínum Íslykli verða að panta nýjan á http://www.island.is/islykill og fá hann sendan í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili.
Áfangastjóri veitir aðstoð eftir þörfum og einnig er hægt að leita til starfsmanna á skrifstofu vegna vandræða með lykilorð.
Prentun
Í upphafi annar fá nemendur úthlutað 50 blöðum í prentkvóta. Hægt er að kaupa viðbótarkvóta á skrifstofu og kostar hvert blað 20 krónur.
12.8.2020