Námsver

Í skólanum er boðið upp á nýtt úrræði sem eykur þjónustu við nemendur. Á bókasafninu (í þögla herberginu) er opið námsver þar sem nemendum stendur til boða fjölbreyttur námsstuðningur svo sem aðstoð með verkefni, ritgerðir, yfirlestur ritgerða og annað sem tengist íslensku. Einnig geta nemendur fengið aðstoð við prófatöku. Námsverið er fyrir alla nemendur skólans og eru nemendur af erlendum uppruna sérstaklega hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Opnunartími er frá kl. 10:35-12:40 mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Á þriðjudögum verður opið kl. 8:10-10:15. Hægt er að semja um annan tíma ef þessi hentar ekki.

Umsjón hefur Helga Jóna Pálmadóttir .

7.1.2020