Sérúrræði vegna námsmats

 • Einstaklingnámsmat í kennslustund er að jafnaði lagt fyrir í tvöföldum tíma svo nægur tími er fyrir alla nemendur að ljúka námsmati. Ekki þarf að sækja sérstaklega um lengri tíma við úrlausn einstaklingsmats í kennslustundum.

 • Þeir nemendur sem geta sótt um sérúrræði í einstaklingsnámsmati eru nemendur með sértæka námserfiðleika (s.s dyslexíu, ADD, ADHD ofl).

 • Sérúrræði í boði eru þessi:
                o Lituð blöð
                o Fárými/einrými
                o Upplestur ( á aðeins við um erlend tungumál)
                o Stækkað letur eða lengra línubil
                o EKKI er sótt um lengri tíma þar sem allir fá lengri tíma

 • Sótt er um sérúrræði í gegnum INNU nemenda í september og janúar ár hvert.

 • Skráning sérúrræða
  Forsíða InnuHægra megin á skjá er hnappur sem heitir “Skrá sérúrræði”. Þegar smellt er á þann hnapp opnast nýr gluggi og þar þarf að haka við hvers konar sérúrræði óskað er eftir.Mynd sem sýnir hvernig sérúræði eru skráð í Innu.Sérúrræði tengd áfanga: Umsókn aðeins virk fyrir áfanga núverandi annar. Hér er eingöngu nauðsynlegt að skrá sértæk úrræði. Haka við ef um upplestur er að ræða, tilgreina lit á lituðum blöðum í þar til gerðum reit og skrá önnur sérúrræði í reitinn „Annað“. • Til að fá samþykkt frávik í einstaklingsmati þarf greining á námserfiðleikum að liggja fyrir hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans. Er það sérstaklega kannað og fá nemendur tilkynningu í Innu ásamt tölvupósti um afgreiðslu umsókna.

 • Ef ekki liggur fyrir greining hjá náms- og starfsráðgjöfum eða að nemandi telur að hann eigir að fá sérúrræði af öðrum ástæðum þarf að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa.

5.2.2019