Sérúrræði í prófum

  • Sótt er um sérúrræði í prófum á hverri önn í nóvember og mars/apríl ár hvert.

  • Sótt er um sérúrræði í gegnum INNU nemenda.

  • Þeir nemendur sem geta sótt um sérúrræði eru nemendur með sértæka námserfiðleika.

  • Lengri próftími þýðir að 30 mínútur bætast við auglýstan próftíma.

  • Eingöngu er boðið uppá upplesin próf í erlendum tungumálum.

  • Einrými/fárými eða próf í tölvu þarf að setja undir „annað“ í umsókn.

  • Til að fá samþykkt frávik á prófum þarf greining á námserfiðleikum að liggja fyrir hjá náms- og starfsráðgjöfum. Er það sérstaklega kannað og fá nemendur tilkynningu í Innu ásamt tölvupósti um afgreiðslu umsókna.

  • Ef ekki liggur fyrir greining hjá náms- og starfsráðgjöfum eða að nemandi telur að hann eigir að fá t.d. lengri tíma í prófum af öðrum ástæðum þarf að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa.


Leiðbeiningar á INNU.

  • Hægra megin á skjá er hnappur sem heitir “Skrá sérúrræði”. Þegar smellt er á þann hnapp opnast nýr gluggi  og þar þarf að haka við hvers konar sérúrræði óskað er eftir.  Algengast er að beðið er um lengri próftíma eða lituð blöð. Einrými/fárými eða próf í tölvu þarf að skrá undir „annað“ í umsókn.

9.1.2018