Hvatning - árangur

Brynhildur ÁsgeirsdóttirBrynhildur Ásgeirsdóttir dúx Borgarholtsskóla maí 2015

Brynhildur útskrifaðist af málabraut með meðaleinkunn 9,39 og hyggur á nám í þýsku og ensku við Háskóla Íslands haustið 2015.

,,Ég hlakkaði alltaf til að byrja í Borgarholtsskóla því systir mín var í skólanum á undan mér svo ég vissi nokkurn veginn að hverju ég gekk. Það var alltaf gott að koma í skólann því hér var vel tekið á móti mér og góðir kennarar sem vöktu áhuga minn á náminu. Ég hafði mikinn metnað fyrir náminu og vildi standa mig vel. Ég glósaði í tímum og vann svo með glósurnar heima fyrir undirbúning undir próf. Í ensku var kennarinn búinn að búa til glósukort í Quizlet ( www.quizlet.com) og það hjálpaði mikið. Eitt það mikilvægasta fyrir undirbúning undir prófin var að láta einhvern hlýða mér yfir námsefnið. Þá var ég kominn í prófstellingar og vissi hvar ég stóð áður en ég fór í próf. Góður árangur kemur ekki af sjálfu sér og maður verður að vilja læra, líka það sem er ekki eins skemmtilegt. Málið er líka að nenna að mæta í skólann og vera virkur í kennslustundum þá smellur þetta allt saman.”

17.8.2015