Áhugasviðskannanir

Áhugasviðskannanir segja til um hvar áhugasvið fólks liggur og gefur vísbendingar um það á hvaða starfssviði og í hvaða starfi fólki gæti líkað vel að vinna. Þær gefa upplýsingar um áhuga en ekki hæfileika eða getu.

Áhugasviðskannanir eru verkfæri sem auðvelda val á námi, námsbraut, starfi og áhugamálum en þær gefa ekki endanlegt svar. Þegar niðurstöður liggja fyrir tekur við vinna að kanna nám og störf sem henta.

Áhugasviðskönnun STRONG: Er stærsta og ítarlegasta áhugasviðskönnunin sem völ er á í heiminum. Nemendum skólans gefst kostur á að taka STRONG áhugasviðskönnun hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans. Nemendur greiða útlagðan kostnað (leyfisgjöld) sem greidd eru áður en könnun er tekin -
kr.  7.200 krónur.

Niðurstöður gefa miklar upplýsingar sem vinna má með í framhaldinu. Það tekur 30 – 45 mín að svara könnuninni og niðurstöður koma eftir 3 – 5 daga. Könnunin er á íslensku en úrlausnin er á ensku. Með henni fylgja íslenskar leiðbeiningar. Áhugasviðskönnun STRONG hentar einstaklingum 18 ára og eldri.

Sýnishorn af niðurstöðuheftinu sem fæst úr STRONG könnuninni.

28.5.2015