Félags- og forvarnafulltrúar

Starf félags- og forvarnafulltrúa felst í því að hafa áhrif á viðhorf og hegðun ungs fólks og hvetja það til að velja heilbrigðan lífstíl. Mikilvægt er að leggja áherslu á víðtækar forvarnir sem beinast að mörgum þáttum í samfélaginu.

  • Vinna að heilbrigðu og fjölbreyttu félagslífi með nemendum
  • Stuðla að fyrsta stigs forvörnum
  • Eru í nánu samstarfi við nemendafélag skólans
  • Eru gæsluaðilar á skólaböllum
  • Eru til viðtals fyrir nemendur og forráðamenn þeirra
  • Taka þátt í stefnumörkun og framkvæmd forvarna í viðkomandi skóla
  • Stuðla að því að forvarnir í víðtækum skilningi séu hluti af daglegu starfi skólans
  • Sjá um að fá fræðslu sem tengist forvörnum fyrir starfsmenn, nemendur og foreldra
  • Vinna að því að forvarnir séu hluti af formlegu og óformlegu skólastarfi

Forvarnarfulltrúar eru Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, Guðný María Jónsdóttir og Nökkvi Jarl Bjarnason og hægt er að senda fyrirspurnir til þeirra. 

10.1.2023