Þjónusta við nemendur

Skólinn er opinn nemendum kl. 7:20 – 16:00 mánudaga til föstudags.

Auk kennara starfa við skólann fjölmargir aðrir starfsmenn sem sinna upplýsingagjöf, stuðningi við nemendur, tölvuþjónustu, húsvörslu og þrifum á skólahúsnæðinu.

Skrifstofa

Á skrifstofu eru veittar allar almennar upplýsingar um starfsemi skólans. Skólavottorð, staðfesting um skólavist og staðfesting á námslokum eru gefin út af skrifstofu. Einnig er þar tekið við leyfisbeiðnum . Upplýsingar um veikindatilkynningar.
Upplýsingar um kennara og aðra starfsmenn, s.s. netföng fást í starfsmannalista.

Skólavottorð

Skrifstofa gefur út ýmis skjöl og vottorð gegn gjaldi. Gjaldskrá Borgarholtsskóla .

Stuðningur

Við skólann er boðið upp á fjölbreyttan stuðning við nemendur. Hér starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og þrír kennarar sem sinna forvörnum við skólann ( félags- og forvarnafulltrúar). Hjúkrunarfræðingur er við skólann í hlutastarfi og er hér til að huga sérstaklega að andlegri líðan nemenda.
Nemendur eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði.

Óskilamunir

Smærri hlutir t.d. símar, reiknivélar, gleraugu og lyklar eru á skrifstofu skólans á 2. hæð.
Stærri hlutir sem gleymast eða eru skildir eftir í skólahúsnæðinu eru ekki teknir til geymslu vegna plássleysis.
Ekki er tekin ábyrgð á töskum, fatnaði, skóm eða öðrum eigum sem nemendur skilja eftir á göngum skólans.
Við hvetjum nemendur því til að fá sér læsta geymsluskápa sem eru staðsettir á göngum skólans.

Leiga á skápum

Nemendur geta fengið leigða skápa í skólanum í upphafi annar. Sumarliði Jónsson, rekstrarstjóri fasteigna, sem er með skrifstofu í stofu 109, sér um skápaleiguna. Gjaldskrá Borgarholtsskóla .


29.8.2022