Algengar spurningar og svör

Hvar er Borgarholtsskóli?
Skólinn er í Grafarvogi í Reykjavík, við Mosaveg (við hliðina á Spönginni).

Hvenær er skrifstofa skólans opin?

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga klukkan 8:00-16:00 og föstudaga klukkan 8:00-15:00.

Hvenær er skólinn opinn nemendum?

Skólinn er opinn nemendum klukkan 7:20 – 16:00 mánudaga til föstudaga.

Hvenær er opið á bókasafninu?

Bókasafnið er opið mánudaga-fimmtudaga klukkan 8:00-16:30 og föstudaga klukkan 8:00-15:30.

Hvernig tilkynni ég veikindi?
Veikindi skal skrá í Innu. Veikindi skal tilkynna á skrifstofutíma hvern veikindadag. Forráðamenn nemenda undir sjálfræðisaldri þurfa að tilkynna veikindi þeirra. Nánari upplýsingar .

Hvar eru náms- og starfsráðgjafarnir?

Við skólann starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og eru þeir staðsettir á 3. hæð í stofu 309.

Hvernig bóka ég tíma hjá náms- og starfsráðgjafa?
Hægt er að bóka tíma á bókunarvef.

Ég er með greiningar ( lesblindugreinging, ADHD ofl.) sem skólinn þarf að sjá, hvað geri ég við þær?
Náms- og starfsráðgjafar taka við öllum greiningum og fara yfir næstu skref og hvaða aðstoð er hægt að fá í kjölfarið.

Hvenær ætti að hitta náms- og starfsráðgjafa?
Ef þér líður ekki vel í skólanum.
Ef þú nærð ekki að mæta í skólann.
Ef þú vil skipta um námsbraut eða skóla.
Ef þig vantar hvatningu og pepp í lífið.
Ef þig vantar ráð til að skipuleggja námið og tímann.
Ef þú vilt finna út hvaða áfanga á að velja fyrir næstu önn.
Ef þú þarft að skrá mig úr áfanga/skóla.
Ef þú þarft að skila inn langtímavottorði eða greiningum.

Hvað á ég mikinn prentkvóta?
Í upphafi annar fá nemendur úthlutað 50 blöðum í prentkvóta. Hægt er að kaupa viðbótarkvóta á skrifstofu og kostar hvert blað 20 krónur.

Get ég prentað út úr minni eigin fartölvu?
Nei, það er ekki hægt. En hægt er að fara á bókasafnið og prenta þar út.

Hvaða námsbrautir eru í skólanum?
AfrekiðKvikmyndagerð
Bifreiðasmíði
Leiklist
Bifvélavirkjun Leikskólaliðar
Bílamálun
Náttúrufræðibraut
Blikksmíði
Rennismíði
Félags- og hugvísindabraut
Sérnámsbraut
Félagsmála- og tómstundanám
Stálsmíði
Félagsliðar
Stuðningsfulltrúar
Framhaldsskólabraut
Vélvirkjun
Grafísk hönnun
Viðskipta og hagfræðibraut
Hver eru inntökuskilyrðin?

Til þess að hefja nám þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði. Umsækjandi með C eða C+ getur innritast á brautirnar en tekur sérstaka undirbúningsáfanga í þeim fögum sem hann hefur ekki lokið með B eða betri einkunn.

Umsækjandi sem lokið hefur grunnskóla með einkunnina D í einni eða fleiri kjarnagreinum (ensku, íslensku eða stærðfræði) getur innritast framhaldsskólabraut með mismunandi áherslur: bóknáms, listnáms eða verknáms.

Geta allir nemendur komist inn á afreksíþróttasvið skólans? 
Nei en flestar umsóknir eru samþykktar að uppfylltum skilyrðum. Í fyrsta lagi þarf umsókn um nám í skólanum að vera samþykkt en sótt er um skólavist í gegnum Menntagátt . Í öðru lagi þarf viðkomandi að stunda íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara. Í þriðja lagi þarf að fylla vandlega út rafræna umsókn og þarf umsækjandi að vera í sambandi við sinn þjálfara og fá leyfi hans til að láta tengiliðaupplýsingar hans sem meðmælenda fylgja með umsókninni. 

Getur nemandi tekið afreksíþróttasviðið með öðrum sviðum á borð við málmiðnir, bíliðnir eða listgreinar?
Tímaskipulag afreksíþróttasviðsins er skipulagt samhliða bóknámsbrautum skólans. Möguleiki er á að stunda nám á öðru sviði en það þarf að skoða hvern nemanda og námsáætlun viðkomandi sérstaklega.  Viðbúið er að ekki verði hægt að taka afreksáfanga á hverri önn og mögulega hægist þá á námsframvindu. Mál af þessum toga þarf að skoða á einstaklingsgrundvelli og er það gert með áfangastjóra skólans.

Í hvað fer 40.000,- kr efnisgjald sem greitt er á hverri önn á afreksíþróttasviði?
Nemendur fá námsgögn, fatnað, haustferðir og auk þess er innifalið í þessu ákveðnar tryggingar fyrir íþróttafólk. Hægt er að sjá nánari útlistun á því hvað efnisgjaldið greiðir inn á síðu afreksíþróttasviðsins

Hvaða íþróttagreinar koma til greina að stunda við nám á afreksíþróttasviði? 
Í dag samþykkjum við allar íþróttagreinar sem falla undir eftirfarandi skilyrði:
Við umsóknir er miðað er við að nemendur stundi íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara. Að nemendur hafi æft sína íþrótt, öðlast góða færni og að vera virkur iðkandi í íþróttafélagi. 
Afreksíþróttasvið áskilur sér rétt til að hafna umsókn ef sýnt þykir að umrætt íþróttastarf standist ekki kröfur sviðsins sem gerðar eru um skipulag æfinga og þjálfun undir stjórn þjálfara. 

Hvernig er námsmatið?

Í skólanum er notast við símat og því engin lokaprófatíð. Nemendur skila verkefnum og taka styttri próf yfir önnina sem telja saman í lokaeinkunn áfanga.

Hvað gerist ef nemandi stundar skólann illa?
Fái nemandi undir 5 í mætingareinkunn eða ljúki færri en 15 einingum á önn þarf hann að sækja um skólavist að nýju milli anna og á ekki vísa samþykkt umsóknar. Nemanda sem er undir 18 ára er ekki vísað úr skóla á miðri önn vegna slakrar ástundunar en nemandi sem er orðinn 18 ára og fellur því ekki undir lög um fræðsluskyldu á á hættu að vera vísað frá námi ef ástundun hans er óviðunandi með tilliti til viðveru og vörðumats.

Hvernig er félagslífið í skólanum?

Í skólanum er nemendafélag sem sér um að halda alls konar viðburði yfir önnina.
Nýnemaferð
Böll, t.d. 80‘s ball, sveitaball ofl
Hlöðukvöld, t.d. spunakvöld, guitarherokvöld, söngkeppni ofl
Leikfélagið setur upp leikrit á hverju ári
Skóhlífadagar, sem eru þemadagar
Lífshlaupið
Paintball mót

6.1.2022