Algengar spurningar og svör

Hvar er Borgarholtsskóli?
Skólinn er í Grafarvogi í Reykjavík, við Mosaveg (við hliðina á Spönginni).

Hvenær er skrifstofa skólans opin?

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga kl. 8:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:00.

Hvenær er skólinn opinn nemendum?

Skólinn er opinn nemendum kl. 7:20 – 16:00 mánudaga til föstudags.

Hvenær er opið á bókasafninu?

Bókasafnið er opið mánudaga-fimmtudaga kl. 8:00-17:00 og föstudaga kl. 8:00-15:30. Föstudaga í dreifnámslotum (27. september, 8. október og 3. desember) er opið kl. 8:00-17:00

Hvernig tilkynni ég veikindi?
Veikindi skal skrá í Innu. Veikindi skal tilkynna á skrifstofutíma hvern veikindadag. Forráðamenn nemenda undir sjálfræðisaldri þurfa að tilkynna veikindi þeirra. Nánari upplýsingar .

Hvar eru náms- og starfsráðgjafarnir?

Við skólann starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og eru þeir staðsettir á 3. hæð í stofu 309.

Hvernig bóka ég tíma hjá náms- og starfsráðgjafa?
Hægt er að bóka tíma á bókunarvef.

Ég er með greiningar ( lesblindugreinging, ADHD ofl.) sem skólinn þarf að sjá, hvað geri ég við þær?
Náms- og starfsráðgjafar taka við öllum greiningum og fara yfir næstu skref og hvaða aðstoð er hægt að fá í kjölfarið.

Hvenær ætti að hitta náms- og starfsráðgjafa?
Ef þér líður ekki vel í skólanum.
Ef þú nærð ekki að mæta í skólann.
Ef þú vil skipta um námsbraut eða skóla.
Ef þig vantar hvatningu og pepp í lífið.
Ef þig vantar ráð til að skipuleggja námið og tímann.
Ef þú vilt finna út hvaða áfanga á að velja fyrir næstu önn.
Ef þú þarft að skrá mig úr áfanga/skóla.
Ef þú þarft að skila inn langtímavottorði eða greiningum.

Hvað á ég mikinn prentkvóta?
Í upphafi annar fá nemendur úthlutað 50 blöðum í prentkvóta. Hægt er að kaupa viðbótarkvóta á skrifstofu og kostar hvert blað 20 krónur.

Get ég prentað út úr minni eigin fartölvu?
Nei, það er ekki hægt. En hægt er að fara á bókasafnið og prenta þar út.

Hvaða námsbrautir eru í skólanum?
AfrekiðKvikmyndagerð
Bifreiðasmíði
Leiklist
Bifvélavirkjun Leikskólaliðar
Bílamálun
Náttúrufræðibraut
Blikksmíði
Rennismíði
Félags- og hugvísindabraut
Sérnámsbraut
Félagsmála- og tómstundanám
Stálsmíði
Félagsliðar
Stuðningsfulltrúar
Framhaldsskólabraut
Vélvirkjun
Grafísk hönnun
Viðskipta og hagfræðibraut
Hver eru inntökuskilyrðin?

Til þess að hefja nám þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði. Umsækjandi með C eða C+ getur innritast á brautirnar en tekur sérstaka undirbúningsáfanga í þeim fögum sem hann hefur ekki lokið með B eða betri einkunn.

Umsækjandi sem lokið hefur grunnskóla með einkunnina D í einni eða fleiri kjarnagreinum (ensku, íslensku eða stærðfræði) getur innritast framhaldsskólabraut með mismunandi áherslur: bóknáms, listnáms eða verknáms.

Hvernig er námsmatið?

Í skólanum er notast við símat og því engin lokaprófatíð. Nemendur skila verkefnum og taka styttri próf yfir önnina sem telja saman í lokaeinkunn áfanga.

Hvað gerist ef nemandi stundar skólann illa?
Fái nemandi undir 5 í mætingareinkunn eða ljúki færri en 15 einingum á önn þarf hann að sækja um skólavist að nýju milli anna og á ekki vísa samþykkt umsóknar. Nemanda sem er undir 18 ára er ekki vísað úr skóla á miðri önn vegna slakrar ástundunar en nemandi sem er orðinn 18 ára og fellur því ekki undir lög um fræðsluskyldu á á hættu að vera vísað frá námi ef ástundun hans er óviðunandi með tilliti til viðveru og vörðumats.

Hvernig er félagslífið í skólanum?

Í skólanum er nemendafélag sem sér um að halda alls konar viðburði yfir önnina.
Nýnemaferð
Böll, t.d. 80‘s ball, sveitaball ofl
Hlöðukvöld, t.d. spunakvöld, guitarherokvöld, söngkeppni ofl
Leikfélagið setur upp leikrit á hverju ári
Skóhlífadagar, sem eru þemadagar
Lífshlaupið
Paintball mót

21.8.2021