Persónuvernd og vefkökur

Vefsvæði Borgarholtsskóla safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics en þær upplýsingar um notkun sem skólinn hefur aðgang að eru ekki persónurekjanlegar.

Vefkökur (e.cookies)

Eplica vefumsjónarkerfið setur tvær vefkökur (JSESSIONID og EplicaWebVisitor) sem eru nauðsynlegar fyrir virkni kerfisins en safna engum persónuupplýsingum.

Notkun Google Analytics fylgja þrjár vefkökur sem lifa mislengi: _ga, _gid og _gat.

SSL skilríki

Vefurinn notast við SSL-skilríki við gagnaflutning, þ.e. gögnin eru dulkóðuð og þar með öruggari.

Innsend gögn

Þegar notandi sendir inn umsókn eða ábendingu um frétt í gegnum vefform er beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að svara viðkomandi. Eftir að erindi berst til skólans eftir þessari leið er unnið með þær upplýsingar í samræmi við reglur um meðhöndlun pósts og þess gætt að bara þeir starfsmenn sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að gögnunum.

Persónuverndarstefna BHS

16.8.2018