Útgefið efni

Frá upphafi kennslu haustið 1996 hafa ýmis rit verið gefin út í skólanum. Hér verða ekki taldar upp blaða- og tímaritsgreinar, námsritgerðir, skýrslur og fréttabréf til innanhússnota.

Skólanámskrá

Á vef Borgarholtsskóla er að finna þann ramma sem skólastarfinu er sniðinn, s.s. upplýsingar um námsframboð , stjórn , þjónustu og stefnur og áætlanir.

Skýrslur um skólastarfið

Skýrslur um skólastarfið eru margskonar, s.s. ársskýrslur, ársreikningar og skýrslur mætingaráðs.

Afmælisrit

Borgarholtsskóli 10 ára. 2006. Kristján Ari Arason ritstj. Borgarholtsskóli, Reykjavík.

Fræðslumyndir

Borgarholtsskóli 1996-2006. Afmælismynd. 2006. Myndgerð Sveinn M. Sveinsson, Guðrún Ragnarsdóttir. Borgarholtsskóli, Reykjavík.

Mennt er máttur. Sérkennsla í framhaldsskólum. 2003. Framleiðandi Þorgeir Guðmundsson. Borgarholtsskóli, Reykjavík.

Brot úr myndinni Mennt er máttur.

Vefsetur

Núverandi vefur, sem opnaði í maí 2015, er 6. útgáfa vefs fyrir skólann. Á vefnum eru meðal annars upplýsingar um skólann, námsframboð hans og þjónustu auk frétta.

Tímarit - fréttabréf

Nemendur fá reglulega sent með tölvupósti fréttaritið Nema hvað? með upplýsingum um það helsta í skólastafinu, t.d. val og prófareglur. Í hverjum mánuði er sent út fréttabréf til foreldra þeirra nemenda sem ekki eru orðin 18 ára.

Kynningarbæklingur

Vorið 2016 var gefinn út kynningarbæklingur um skólann.

18.9.2019.