Aðgangur að tölvukerfi Borgarholtsskóla

20.8.2013

Þeir nemendur sem skráðir voru í skólann á síðustu önn halda sínum aðgangsorðum að tölvukerfi skólans, námsþingi og tölvupósti BHS. Einnig eru gögn frá síðasta skólaári ennþá aðgengileg á heimasvæðum nemenda.

Nýir nemendur og endurinnritaðir sem og dreifnámnemendur sem ekki stunduðu nám  á vorönn 2013 fá sín lykilorð send á þau tölvupóstföng sem þeir skráðu við umsókn um skólavist.

Þeir nemendur sem gleymt hafa sínum lykilorðum eða á einhvern hátt eiga í vandræðum með sína innskráningu á tölvukerfi skólans geta snúið sér til netstjóra sem staðsettur er á þriðju hæð bóknámshúss í stofu 315.