Líkamsrækt

Starfsfólki Borgarholtsskóla stendur til boða að kaupa aðgang að líkamsrækt í World Class með 15% afslætti. Til að njóta þessara kjara þarf að skuldbinda sig til að kaupa aðgang í 12 mánuði. Senda þarf tölvupóst til arny@worldclass.is og óska eftir aðgangi. Nauðsynlegt er að vinnupóstur sé notaður, þ.e. BHS tölvupósturinn.

Borgarholtsskóli styrkir jafnframt starfsmenn sína til líkamsræktar með 10.000 kr. á ári. Senda þarf Magneu fjármálastjóra tölvupóst og leggja fram kvittun til að fá styrkinn.

18.11.2021