Leyfi starfsmanna
Viðmiðunarreglur
Starfsmenn geta óskað eftir því við skólastjórnendur að fá stutt leyfi frá skyldustörfum og fá af þeim sökum að breyta reglulegu fyrirkomulagi vinnu sinnar, sé það unnt. Með stuttu leyfi er átt við allt að 3 dögum.- Almennt skal sótt um leyfi í upphafi viðkomandi annar en að öðrum kosti eins tímanlega og mögulegt er vegna óvæntra atburða eða alvarlegra tilfella.
- Starfsmaður sækir um leyfi á sérstöku eyðublaði til aðstoðarskólameistara.
- Leyfið er launalaust eða er hluti af orlofi starfsmanns.
- Starfsmaður kemur með tillögu um það hvernig starfinu verður sinnt á meðan.
- Eftirfarandi upplýsingar þarf að gefa:
- Ástæða leyfis
- Dagsetning
- Lengd leyfis; klukkustundir/kennslustundir
- Tillaga um hvernig vinnan verður innt af hendi.
8.5.2019