Endurmenntunarsjóður BHS

Reglur um endurmenntunarstyrki BHS

Stefna skólans er að hlúa að endur- og símenntun starfsfólks með því að kosta námskeið beint eða að endurgreiða (að hluta eða að fullu) kostnað við námskeið sem viðkomandi hefur sótt að eigin frumkvæði. Um hið síðarnefnda fer eftir reglunum hér að neðan sbr. töluliði 1-7 og nánari ákvörðun úthlutunarnefndarinnar. 

  1. Úthlutunarnefnd er skipuð þremur starfsmönnum skólans, einum fulltrúa kennara og einum fulltrúa annarra starfsmanna. Þriðji nefndarmaðurinn er  skólameistari.  
  2. Styrkir eru veittir til endurmenntunar starfsmanna, s.s. vegna námskeiðsgjalda, ráðstefnugjalda og tengds ferðakostnaðar.
  3. Hámarksúthlutun er 60.000 kr að frádregnum úthlutunum síðustu tveggja ára.
  4. Til að eiga möguleika á styrk þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:               
    að hafa verið í minnst 50% starfi í BHS í a.m.k. eitt ár áður en til styrkveitingar kemur.
  5. Styrkur er greiddur inn á bankareikning starfsmanns gegn framvísun frumgagna um útlagðan kostnað vegna endurmenntunar á skrifstofu fjármálastjóra.
  6. Umsóknareyðublað er aðgengilegt á vef skólans.
  7. Reglurnar taka gildi 1. apríl 2011.