Öryggisnefnd Borgarholtsskóla

Öryggisnefnd leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu.

Öryggisnefnd tryggir eftir bestu getu skilyrði fyrir því að innan stofnunarinnar sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðismál í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins svo og ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.

Betur sjá augu en auga. Því eru allar ábendingar sem stuðla að því að nefndin geti leyst störf sín vel af hendi vel þegnar.

Nefndarmenn deila ábyrgð og við val í nefndina er þess gætt að þeir komi sem víðast að úr deildum skólans.

Rýmingaráætlun .

22.3.2019