Innleiðingarferlið í Borgarholtsskóla
Árið 2008 voru samþykkt frá Alþingi ný lög um framhaldsskóla . Lögin veita einstökum skólum aukið sjálfstæði og frelsi til að haga námskrám þannig að þær falli sem best að þörfum nemenda og þeim mannauð sem skólinn býr yfir.
Í Borgarholtsskóla hefur verið tekin sú afstaða að taka beri alvarlega þær áskoranir og tækifæri sem í nýjum lögum felast. Þegar hefur töluverðum tíma og mannauði verið varið í innleiðingarferlið.
Haustið 2008 var Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir fengin til að bera saman hin nýju lög og stefnuskrá Borgarholtsskóla. Að hennar mati er stefnuskráin í nokkuð góðu samræmi við ákvæði laganna. Afrakstur vinnu Guðrúnar má sjá hér:
Samanburður á nýjum lögum og stefnu BHS
Á vorönn 2009 var fjórum starfsdögum varið í frumathuganir á því hvernig hin nýju lög hafa áhrif á skólastarfið. Afrakstur þeirra má finna í eftirfarandi skýrsum:
Skýrsla um starfsdaga í mars 2009
Skýrsla um starfsdaga í maí 2009
Næsta skref í innleiðingarferlinu var að setja af stað vinnuhópa sem höfðu það verkefni með höndum að hanna skipulag fyrir einstök svið og brautir á grundvelli þeirra hugmynda sem komið hafa fram á starfsdögum. Voru skipaðir sex vinnuhópar sem í samvinnu við verkefnisstjóra innleiðingarinnar skiluðu tillögum um fyrirkomulag náms við skólann í desember 2009. Í skýrslunum hér að neðan er að finna afrakstur starfsins:
Framhaldsskólapróf - lokaskýrsla
Stuttar starfsnámsbrautir - lokaskýrsla
Samhliða þessu var farið af stað með tilraun sem fólst í því að breyta fyrirkomulagi náms við skólann þannig að námsárinu verður skipt í fjórar annir í stað tveggja nú. Tilraunin, sem náði til þriggja sviða skólans (grundeild málm- og bíliðna, bóknámsbrautir og listnámsbrautir), var gerð í þeim tilgangi að komast fyrir um það hvort styttri námstími og færri fög á hverjum tímapunkti geti haft jákvæð áhrif á árangur og ástundun nemenda. Niðurstöður voru dregnar saman í eftirfarandi skýrslu:
Árangursmat á nýannafyrirkomulagi í Borgarholtsskóla
Starfinu hefur verið haldið áfram á árinu 2010 þó töluvert hafi dregið úr umfanginu samfara því að Alþingi samþykki að fresta fullri gildistöku nýju framhaldsskólalaganna.