Loftslagsstefna

Loftslagsstefnan á pdf formi.

Borgarholtsskóli stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun
gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Stefna
þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum og
loftslagsstefnu Stjórnarráðsins þar sem fjallað er um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysi. Þannig
vill skólinn taka virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Fram til 2030 mun Borgarholtsskóli draga úr losun GHL um samtals 40% miðað við árið 2019. Fyrst og
fremst verður lögð áhersla á að draga úr losun í rekstri og kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með
kaupum á kolefniseiningum frá og með árinu 2021.

Stefnan nær til allrar starfsemi Borgarholtsskóla, reksturs, bygginga og framkvæmda. Hún nær, nánar
tiltekið, einkum til úrgangsmyndunar, orkunotkunar, umhverfisfræðslu til starfsfólks og nemenda og
samgangna á vegum skólans. Jafnframt hvetur skólinn starfsfólk og nemendur til að nýta vistvænar
samgöngur til og frá skólanum.

Loftslagsstefna Borgarholtsskóla er rýnd á hverju ári af stýrihóp umhverfismála og yfirmarkmið og
undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun GHL á milli ára. Stefnan er samþykkt af
yfirstjórn Borgarholtsskóla og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu hans.

15.12.2021