Launastefna Borgarholtsskóla

Launastefna Borgarholtsskóla

 • Skólameistari ber ábyrgð á launastefnu Borgarholtsskóla. Borgarholtsskóli greiðir laun í samræmi gildandi kjarasamninga, þar með talið stofnanasamninga.
 • Skólameistari, í samráði við fjármálastjóra, ber formlega ábyrgð á öllum launaákvörðunum og gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvarðanatöku þar um. Skólameistari ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu Borgarholtsskóla og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Skólameistari og fjármálastjóri hafa yfirumsjón framfylgd launastefnunnar ásamt innleiðingu á jafnlaunakerfi sem og rýni, viðhaldi og stöðugum úrbótum á því.
 • Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum, í samræmi við samninga og starfslýsingar sem skulu vera til fyrir öll störf.
 • Í starfslýsingum komi fram þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.
 • Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem menntun, starfsreynslu, ábyrgð og starfsþróun.
 • Launaákvarðanir eru skjalfestar, rökstuddar, rekjanlegar og undirritaðar af ábyrgðaraðilum.
 • Í Borgarholtsskóla eiga að vera til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst.
 • Borgarholtsskóli hefur það að markmiði að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum sem gegna sömu eða sambærilegum störfum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Jafnlaunastefna Borgarholtsskóla

Markmið
Markmið jafnlaunastefnu Borgarholtsskóla er að allt starfsfólk stofnunarinnar njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Stöðugt skal unnið að því að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun, sé hann til staðar. Skulu laun vera ákvörðuð út frá kjara- og stofnanasamningum og þeim kröfum sem störf gera.

Umfang
Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks með ráðningarsamning við Borgarholtsskóla.

Ábyrgð og hlutverk
Skólameistari ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Borgarholtsskóla og að það sé í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Fjármálastjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Stefnumið
Borgarholtsskóli skuldbindur sig til að:

 • Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, skjalfesta og halda því við.
 • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
 • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og þannig kanna hvort það mælist munur á launum eftir kynjum og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsmönnum.
 • Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum.
 • Gera innri úttekt og halda árlega rýnifund stjórnenda.
 • Sinna eftirliti og stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi skólans.
 • Kynna stefnuna fyrir öllum starfsmönnum skólans.
 • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu skólans.
 • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega

Jafnlaunastefnan er jafnframt hluti af launastefnu Borgarholtsskóla.


4.11.2022