Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlunin

1. Inngangur

Í Borgarholtsskóla kappkostar starfsfólk að rækja starfsskyldur sínar í samræmi  við Stjórnarskrá Íslands og lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Stuðlað er að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Stefnt er að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi. Konur og karlar eru metin á eigin forsendum, hafa jafna möguleika og sömu réttindi í námi og starfi og til starfsframa. Borgarholtsskóli skapar vettvang til virkrar umræðu og vitundar um jafnréttismál.

Í Stjórnarskrá lýðveldisins stendur:

,,Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“

Í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir:

,,Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.“

2. Stefna

Stefna Borgarholtsskóla er að allir, nemendur sem starfsmenn, njóti jafns réttar.  Jafn réttur og jöfn tækifæri einstaklinga og hópa eru leiðarljós skólans og virt í öllu daglegu starfi og ákvörðunum. Allir njóta jafnréttis, óháð kynferði, kynhneigð og öðrum aðgreinandi þáttum. Borgarholtsskóli virðir lagalegan og stjórnarskrárbundinn rétt allra. Þannig nýtist mannauður skólans best.

Megináherslur í jafnréttismálum eru:

1.      Mikilvægt er að vinna gegn staðalmyndum[1] kynjanna eins og þær birtast bæði í orðræðu og myndmáli.

2.      Starfsfólk, jafnt karlar og konur, hafa jöfn tækifæri til starfa, stjórnunar, starfsþróunar og endurmenntunar. Nemendur, jafnt piltar og stúlkur, hafa jafna möguleika til náms.

3.      Stefnt er að því að jafna hlutfall kynja meðal starfsmanna. Sömuleiðis er stefnt að því að jafna hlutfall kynja meðal nemenda á öllum brautum skólans. Ekkert starf eða nám flokkist eftir kynjum. Karlar og konur njóti sömu kjara fyrir jafnverðmæt störf.

4.      Nemendum og starfsmönnum er gert kleift að samræma nám, vinnu og einkalíf eins og kostur er.

5.      Einelti, fordómar, ofbeldi, kynbundin eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

3. Jafnréttisnefnd

Hlutverk jafnréttisnefndar er að kanna stöðu jafnréttismála, kynna niðurstöður og fylgja eftir aðgerðaráætlunum.  Jafnframt er hlutverk hennar að yfirfara og viðhalda jafnréttisáætluninni í samráði við skólameistara og sérstaka trúnaðarmenn jafnréttisnefndar.

Tilnefnt skal í jafnréttisnefnd að hausti á tveggja ára fresti. Í henni skulu sitja: Einn fulltrúi nemenda, tilnefndur af nemendafélagi, einn fulltrúi kennara og einn fulltrúi annarra starfsmanna. Gæta skal jafns hlutfalls kynja við tilnefningar. Skólameistari skipar í nefndina í samræmi við 15. gr. jafnréttislaga.

Nefndin skal funda reglulega.

Telji starfsmaður eða nemandi að reglur um jafnrétti séu brotnar innan skólans skal hann leita til fulltrúa jafnréttisnefndar.

Skólastjórnendur í samráði við jafnréttisnefnd skipa trúnaðarmenn, einn af hvoru kyni, vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni. Skipun þessi skal endurskoðast á tveggja ára fresti.

4. Aðgerðaráætlun

Stefna Borgarholtsskóla í jafnréttismálum grundvallast á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefna skólans raungerist í aðgerðum sem unnar verða reglubundið og í samræmi við tiltekna mælikvarða.

4.1. Gegn staðalmyndum

Mikilvægt er að vinna gegn staðalmyndum kynjanna eins og þær birtast bæði í orðræðu og myndmáli.

,,Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.

Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.

Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.

Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.“

(Lög nr. 10/2008, gr. 23 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.)

,,Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eru skýr ákvæði um að á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. sé lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.“

Aðalnámskrá framhaldsskóla, almennur hluti 2011

 

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að draga úr stöðluðum kynjamyndum í skólastarfi. Fræðsla í skólanum fyrir kennara og nemendur á jafnréttisdegi. Jafnréttisnefnd 8. mars 2017, 2018, 2019
Að draga úr stöðluðum kynjamyndum í skólastarfi. Að bjóða upp á námskeið fyrir stúlkur, „Stelpur skapa í málm“ , 1 fein. Jafnréttisnefnd Feb. 2017

4.2 Jöfn hlutföll og tækifæri kynja

Starfsfólk, jafnt karlar og konur, skulu hafa jöfn tækifæri til starfa, stjórnunar, starfsþróunar og endurmenntunar.  Nemendur, jafnt piltar og stúlkur, hafi jafna möguleika til náms. Tiltekið nám og tiltekin störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf.

,,Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.“

Lög nr. 10/2008, gr. 18, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

,,Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum.“

Lög nr. 10/2008, gr. 20 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

,,Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns.“

Lög nr. 10/2008, gr. 26 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

,,Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein er óheimil. Þó teljast sértækar aðgerðir ekki ganga gegn lögum þessum.“

„Sértækar aðgerðir: Sérstaklega tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forgang til að ná jafnvægi.“

Lög nr. 10/2008, gr. 24 og gr. 2, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

„Áherslu ber að leggja á að drengir og stúlkur eigi sem víðtækasta og jafnasta möguleika. Hvergi í skólastarfinu, í inntaki né starfsháttum, ættu að vera hindranir í vegi hvors kynsins. Mikilvægt er að í öllu skólastarfi, jafnt í kennslustundum sem í öllum samskiptum, séu þessi ákvæði jafnréttislaga höfð að leiðarljósi.“

Aðalnámskrá framhaldsskóla, almennur hluti 2011.

 

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að jafna kynjahlutfall á námsbrautum skólans. Mæling á fjölda karl- og kvennemenda á einstökum brautum Áfangastjórar Niðurstöður kynntar á starfsdögum 17. feb. 2017
Að jafna kynjahlutfall á námsbrautum skólans. Að taka fram í námskynningum að námið henti jafnt konum og körlum. Kynningu sé beint sérstaklega til þess kyns sem hallar á hverju sinni. Náms- og starfsráðgjafar, kennslustjórar, félagsmálateymi Á haust- og vorönn 2016-2017
Að jafna kynjahlutfall á námsbrautum skólans. Þegar tveir jafn hæfir einstaklingar, hvor af sínu kyni, sækja um skólavist skal velja það kynið sem á hallar. Kennslustjórar Lokið í júní og desember  2016, 2017, 2018
Að jafna kynjahlutfall eftir störfum. Mæling á fjölda starfsmanna eftir kyni og störfum. Skólameistari, aðstoðarskóla-meistari Niðurstöður kynntar á starfsdögum 17. feb. 2017
Að jafna kynjahlutfall eftir störfum. Fram komi í auglýsingum að störfin henti jafnt konum og körlum. Skólameistari, aðstoðarskóla-meistari 2016, 2017, 2018, 2019
Að jafna kynjahlutfall eftir störfum. Þegar tveir jafn hæfir einstaklingar, hvor af sínu kyni, sækja um starf skal velja það kynið sem á hallar. Skólameistari, aðstoðarskóla-meistari 2016, 2017, 2018, 2019
Að jafna kynjahlutfall í nefndum, ráðum og verkefnisstjórnum. Mæling á fjölda starfsmanna í nefndum, ráðum og stjórnum. Skólameistari, aðstoðarskóla-meistari Niðurstöður kynntar á starfsdögum 17. feb. 2017

4.3 Sömu kjör

Borgarholtsskóli greiðir konum og körlum jöfn laun og býður sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.

,,Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla.

Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.“

Lög nr. 10/2008, gr. 19 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að greiða jöfn laun og bjóða sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf. Mæling á launum eftir kyni og starfsheitum. Skólameistari Niðurstöður kynntar á starfsdögum 17. feb. 2018
Að tiltæk yfirvinna standi, eins og kostur er, starfsfólki jafnt til boða, óháð kyni. Mæling á yfirvinnu starfsfólks eftir kyni. Skólameistari Niðurstöður kynntar á starfsdögum 17. feb. 2018

4.4 Samræming vinnu og einkalífs

Í Borgarholtsskóla geta nemendur og starfsmenn samræmt nám/vinnu og einkalíf.

,,Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.“

Lög nr. 10/2008, gr. 21 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

,,Við setningu reglna um skólasókn skal taka sérstakt tillit til langveikra nemenda og nemenda sem eru tímabundið fjarverandi frá skóla vegna veikinda eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum.“

Aðalnámskrá framhaldsskóla, almennur hluti 2011

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að mæta þörfum nemenda á fjarveru vegna veikinda eða annarra tímabundinna erfiðleika í einkalífi. Veittar eru tilhliðranir á mætingu (og tímabundin úrræði) skv. skólareglum. Mætingastjóri Niðurstöður kynntar á starfsdögum og birtar í skólareglum 17. feb. 2018

4.5 Gegn einelti og áreitni

Borgarholtsskóli líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni.

„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir [kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni]1) á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.“

Lög nr. 10/2008, gr. 22 um kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að vinna gegn einelti, fordómum, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Að kynna fyrir starfsfólki og nemendum forvarnaráætlun gegn einelti og áreitni. Jafnréttis-trúnaðarmenn Niðurstöður kynntar á starfsdögum 17. feb. 2018

4.7 Jöfn tækifæri til náms og starfsþróunar

,,Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.“

Lög nr. 10/2008, gr. 20 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

 

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að starfsmenn fái jöfn tækifæri til náms og starfsþróunar. Regluleg starfsþróunarsamtöl. Skólameistari og  aðrir stjórnendur Unnið 2016, 2017, 2018, 2019

4.8 Almennar aðgerðir og eftirfylgni

,,Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 19. – 22. gr. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti.“

Lög nr. 10/2008, gr. 18 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Aðgerðaáætlunin skili tilætluðum árangri. Meta stöðu verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun á reglulegum fundum. Jafnréttisnefnd Lokið apríl 2019

Jafnréttisáætlun BHS var endurskoðuð af jafnréttisnefnd í apríl 2016 og var samþykkt af Jafnréttisstofu.[1] Staðalmyndir kynjanna eru staðlaðar og útbreiddar hugmyndir þess efnis hvernig kynin eiga að haga sér, hvernig þau eru og hvað er við hæfi að þau geri.Kynbundnar upplýsingar um BHS, vor 2015
Hlutverk jafnréttisnefndar er að kanna stöðu jafnréttismála, kynna niðurstöður og fylgja eftir aðgerðaráætlunum.  Jafnframt er hlutverk hennar að yfirfara og viðhalda jafnréttisáætluninni í samráði við skólameistara og sérstaka trúnaðarmenn jafnréttisnefndar.

Hér eru birtar nokkrar upplýsingar um stöðu kynja við BHS vorið 2015 sem skipta máli við framgang jafnréttis á vinnustaðnum.

Kynbundnar upplýsingar um BHS, vor 2015

 

11.5.16