Heilsueflandi framhaldsskóli
Borgarholtsskóli hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli síðan á vorönn 2011.
Heilsueflandi framhaldsskóli er verkefni á vegum embættis landlæknis og gengur út á að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það markmið að stuðla að vellíðan og auknum árangri nemenda og starfsfólks. Verkefnið gerir framhaldsskólum kleift að marka stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og mynda þannig ramma um forvarnir og heilsueflingu.
Markmið verkefnisins í Borgarholtsskóla er aukin lífsgæði og bætt líðan nemenda og starfsmanna í skólanum með áherslu á samspil andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar líðan í nær- og fjærumhverfi skólans.
Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu , hreyfingu , geðrækt og lífsstíl.
Áhersluviðfangsefni á hverjum tíma og viðurkenningar sem hafa unnist eru:
Næring, skólaárið 2011 – 2012 - silfur
Hreyfing, skólaárið 2012 – 2013 - gull
Geðrækt, skólaárið 2013 – 2014 - gull
Lífsstíll, skólaárið 2014 – 2015 -
Haustið 2015 fékk Borgarholtsskóli gulleplið, en það er viðurkenning fyrir framúrskarandi starf og árangur í
heilsueflingu og er veitt árlega til einhvers af þeim skólum sem taka
þátt í verkefninu.
Stýrihópur verkefnisins heldur utan um starfið þessu tengt.
13.5.2019