Skráning áfanga

Á hverri önn skrá nemendur áfanga fyrir komandi önn. Í skóladagatali er tilgreindur dagur þegar skráningin á að fara fram. Nemendur mæta til umsjónarkennara síns, sviðstjóra, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa sem leiðbeina við skráninguna.

Þegar einkunnir hafa verið birtar er nauðsynlegt að nemendur endurskoði skráninguna m.t.t. árangurs á önninni. Ef ástæða er til breytinga hafa þeir samband við umsjónarkennara eða sviðsstjóra.

Skrái nemandi ekki áfanga er litið svo á að hann ætli ekki að halda áfram námi við skólann. 

18.4.2018