• Steinþór Helgi Arnsteinsson

Steinþór Helgi Arnsteinsson

Umboðsmaður og nemi

Árin mín fjögur í Borgarholtsskóla voru án nokkurs vafa ein bestu og fjölskrúðugustu ár lífs míns. Helsti kostur skólans er fjölbreytni námsins sem varð til þess að mér tókst að þroska minn námsferil algjörlega á mínum eigin forsendum.

Í kringum nemendafélagsstarfið tókst mér síðan að byggja upp félagslegu þætti mína en jafnframt kynntist ég í gegnum nemendafélagið haug af stórkostlegu fólki og mörgum mögnuðum karakterum.

Ég á ófáar fallegar og góðar minningar frá veru minni í Borgarholtsskóla og veganestið sem skólinn gaf mér til framtíðar er ómetanlegt. Allt starfslið og umgjörð skólans var þar að auki til mikillar fyrirmyndar.

Síðan ég útskrifaðist hefur sú menntun sem ég aflaði mér í Borgarholtsskóla reynst mér afar vel. Hún hefur í raun verið grunnurinn að öllum þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur og mun þar af leiðandi nýtast mér ævilangt.

Ég verð einnig að fá að minnast og þakka fyrir þann góða stuðning og það ótrúlega andrúmsloft sem skapaðist á meðan ég tók þátt í Gettu betur fyrir hönd skólans. Sú samheldni sem þar skapaðist var skólanum til mikillar fyrirmyndar og sýnir kannski best styrk hans.

Steinþór útskrifaðist af náttúru- og félagsfræðabraut árið 2005. Hann var í sigurliði Borgarholtsskóla sem vann spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sama ár.