• Sandra Rós Björnsdóttir

Sandra Rós Björnsdóttir

Listnámsnemi í San Francisco

Það sem mér fannst best við Borgó hvað varðar kennslu er hversu mikið sjálfstæði maður fékk til að skila inn sínum verkefnum. Það voru ekki einhverjar fáránlega strangar reglur um það hvað átti að gera og hvernig heldur fékk maður frelsi til að gera það sem maður vildi. Ég komst upp með að skila inn Flash teiknimyndafyrirlestri sem ég gerði ein í ensku hópverkefni.

Ég útskrifaðist af listnámsbraut og það hefur gefið mér góðan og sterkan grunn í listnámi á háskólastigi. Kennararnir eru bæði lærðir og reyndir listamenn og blaðamenn og vita því hvað þau eru að segja. Verkefnin byrja smátt en svo er maður farinn að höndla eitthvað virkilega „professional“ þegar maður er að fara að útskrifast. Að vera á listnámsbraut í Borgó hefur gefið mér mikið öryggi við að vinna verkefni og góða kunnáttu á mörgum sviðum lista. Það er líka ekki í hvaða skóla sem er sem hægt er að biðja nema á bíliðnaðabraut um hjálp með lokaverkefnið sitt.

Það sem er líka frábært við listnámsbrautina er að maður er innan um svo marga ólíka en samt svo líka karaktera. Bæði skólinn og brautin eru ekki stór svo að þú verður með mest allt sama fólkinu í tíma. Því er skólinn náinn og persónulegur, þú týnist ekki í fjöldanum. Til að orða þetta sem styst, Borgó er æði.