• Rútur Örn Birgisson

Rútur Örn Birgisson

Laganemi við Háskóla Íslands

Borgarholtsskóli reyndist mér mjög vel til undirbúnings fyrir háskólanám. Ég byrjaði upphaflega á því að læra bifvélavirkjun við skólann og bætti síðar við viðbótarnámi til stúdentsprófs. Má því segja að ég þekki marga kima skólans. Allir kennarar og annað starfsfólk reyndist manni alltaf vel og voru margir kennarar sem klárlega settu mark sitt á mína skólagöngu til frambúðar.

Ég stunda nú nám við lagadeild Háskóla Íslands og er að ljúka við BA gráðu þaðan í vor.  Ég tel mig hafa komið vel undirbúinn í það nám frá Borgarholtsskóla varðandi íslenskukennslu og enskukennslu en það er það sem reynir hvað mest á í mínu námi. Einnig gegni ég formennsku í félagi laganema, Orator, sem er stærsta nemendafélagið innan Háskóla Íslands.

Félagslífið í Borgó var alltaf líflegt og fjörugt og eru margar góðar minningar þaðan. Þegar öllu er á botninn hvolft er Borgarholtsskóli góður skóli. Hann er framsækinn og nútímalegur og gefur manni gott veganesti til áframhaldandi náms.

Rútur Örn Birgisson
formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.