• Eiríkur Ragnarsson

Eiríkur Ástþór Ragnarsson

Hagfræðinemi á Nýja-Sjálandi

Mér fannst Borgó frábær af mörgum ástæðum en það sem stóð mest upp úr eftir að ég útskrifaðist var hversu persónulegur skólinn er. Kennararnir og allt starfsfólkið yfir höfuð hafði einlægan áhuga á manni og var allt af öllum vilja gert fyrir mig og aðra nemendur skólans. Ég fékk góðan stuðning og mikinn innblástur á meðan ég var í Borgó. Ég var á listnámsbraut þar sem ég var með teymi af snilldar kennurum sem stoppa mig enþá í dag þegar ég rekst á þá á gangi í bænum. Eftir að ég útskrifaðist fór ég til Nýja Sjálands í hljóðvinnslunám.

Núna þremur árum seinna er ég aftur kominn til Nýja Sjálands og er á síðasta ári í hagfræði við Otago háskólann. Það er kanski langsótt að segja það að listnámsbraut í Borgó sé réttasti undirbúningurinn fyrir hagfræðinám en það hefur svo sannarlega nýst mér vel bæði í háskólanámi og daglegu lífi. Námið og kennslan var eins góð og hún gerist. Einnig kynntist ég fullt af góðu fólki sem eru enþá vinir mínir í dag.

Hérna er samantekt:
Borgó var góður af því að:
• Kennslan er mjög góð og vönduð.
• Starfsfólkinu er virkilega annt um nemendur og sýna þeim áhuga. (persónulegt umhverfi).
• Fjölbreytt umhverfi, Það er fólk af öllum gerðum í skólanum; iðndeildin, almennar námsbrautir, listnámsbraut og sérnámsbraut.
• Mikið úrval af áföngum (mikið af brautum, mikið val).
• Einfaldlega vel skipulagður og skemmtilegt umhverfi.
• Ég var heppinn með samnemendur og eignaðist fullt af góðum vinum.
• Frábær aðstæða.
• Einstaklega góð tungumálakennsla.