• Agnes Wild

Agnes Þorkelsdóttir Wild

Leiklistarnemi í London

Ég útskrifaðist úr Borgarholtsskóla í desember 2008 af félagsfræðabraut.

Strax eftir útskriftina fékk ég tímabunda vinnu á leikskólanum Reynisholti í Grafarholti. Eftir að hafa safnað mér peningum í nokkra mánuði snéri ég mér að mínu aðal áhugamáli: leiklist. Í 3 sumur hef ég starfað fyrir Leikfélag Mosfellsveitar við að kenna krökkum á aldrinum 6-16 ára leiklist. Fyrsta leikritið sem ég leikstrýrði var „Þegar Trölli stal jólunum“. Þar á eftir kom „Ýkt kominn yfir þig“ og núna síðast leikstýrði ég söngleiknum „Fúttlús“.

Leiklist hefur alltaf átt stóran sess í lífi mínu og var það ein af meigin ástæðum þess að ég valdi Borgarholtsskóla. Ég hafði heyrt hversu frábær leiklistarkennslan væri þar svo ég sótti um og sé ekki eftir því. Ég tók 6 áfanga í leiklist ásamt því að taka leiklist sem kjörsviðsáfanga, þar sem stefna mín var og er að vinna við leiklist í framtíðinni. Árið 2007 fóru leiklistarhóparnir saman til London í leikhúsferð. Við sáum þrjá söngleiki og skoðuðum National Theatre í London. Þessi lífsreynsla var æðisleg og þéttist hópurinn rosalega í þessari ferð. Til þess að safna peningum fyrir ferðinni ákváð ég sem formaður leikfélagsins ásamt stjórnarmeðlimum að setja upp sýningu til styrktar ferðinni okkar. Við sömdum okkar eigið efni og sýndum í matsal skólans. Það var gríðarleg aðsókn og fengum við mjög góðar undirtektir.

Leikfélagið í Borgó hefur verið þekkt fyrir að taka þátt í spunakepni framhaldsskólanna, Leiktu betur. Við höfum oft verið með mjög sterk lið sem hafa lent bæði í 2. og 3. sæti. Síðasta árið sem ég var í skólanum bauð ég mig fram sem formaður leikfélagsins og ætlaði þá aldeilis að spýta í lófana en svo var það þannig að ég útskrifaðist um jólin og Viktoría (varaformaður) tók við leikfélaginu og kláraði verkið sem við höfðum byrjað. Árið 2009 setti Zeus, leikfélag Borgarholtskóla, upp leikritið „Rómeó og Júlía“ eftir engan annan en William Shakespeare í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Sýningin sló í gegn og get ég sagt að leikfélagið hefur aldrei verið betra og er ég spennt að sjá hvað þau senda frá sér á komandi árum.

Það má segja að ég hafi verið virk í félagslífinu í Borgó. Ég sat í stjórn nemendafélagsins í tvö ár sem skólaráðsfulltrúi, tók þátt í draggkeppni skólans, tók þátt í söngvakeppninni og notaði hvert tækifæri til að stunda félagslífið. Þrátt fyrir mikla vinnu, tár og svita, sé ég alls ekki eftir að hafa setið í stjórn nemendafélagsins. Ég kynntist fullt af frábæru fólki og lærði mikið um sjálfan mig. Ég öðlaðist miklu meira sjálfstraust og varð sjálfstæðari. Ef ekki væri fyrir Borgó, frábæra kennara og vini held ég að ég væri ekki sama manneskja og ég er í dag.

Núna bý ég í London með kærastanum mínum og er í leiklistarskólanum East 15 og nýt þess að vera til.