Yngismeyjar undir berum himni

9/5/2020 Listnám

 • Alexandra Líf Samúelsdóttir
 • Ebba Dís Arnardóttir
 • Erla Dögg Álfheiðardóttir
 • Leikhópurinn
 • Leikhópurinn ásamt listrænum leiðbeinendum
 • Áhorfendur njóta listar og veðurblíðu
 • Sumir áhorfendurnir voru ekki stórir
 • Jakobína Kristjánsdóttir
 • Kristinn Hallur Arnarsson
 • Lára Snædal Boyce
 • Magnús Hrafn Einarsson
 • Páll Steinarr Ludvigsson
 • Sólbjört Nína de Wagt

Útskriftarnemar leiklistlistarkjörsviðs Borgarholtsskóla setja að þessu sinni upp sýninguna Yngismeyjar eftir Louisu May Alcott undir leiðsögn kennara sinna.

Starf vetrarins fór af stað með hefðbundnum hætti, hópurinn valdi í samráði við kennara verk og hófst handa við að skipuleggja hvar, hvenær og hvernig ætti að sviðsetja. Hópurinn stóð fyrir þýðingu verksins, samið hafði verið við leikhús, sýningardagar ákveðnir og hópurinn hafði einnig viðað að sér búningum og leikmunum þegar Covid 19 setti strik í reikninginn. Framan af vonuðust allir til að í maí myndu leikhúsin opna á ný en þegar ljóst var að svo yrði ekki voru góð ráð dýr. Sviðslistafólki er tamt að hugsa í lausnum og það hafa nemendur lært því brugðið var á það ráð að færa leikhúsið út undir bert loft til að hægt sé að gera sýningunni skil.

Nemendurnir sem taka þátt í sýningunni eru:
Alexandra Líf Samúelsdóttir
Ebba Dís Arnardóttir
Erla Dögg Álfheiðardóttir
Jakobína Kristjánsdóttir
Kristinn Hallur Arnarsson
Lára Snædal Boyce
Magnús Hrafn Einarsson
Páll Steinarr Ludvigsson
Sólbjört Nína de Wagt

Listrænir leiðbeinendur eru Guðbjörg Hilmarsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Guðmundur Elías Knudsen og Guðný María Jónsdóttir

Meðfylgjandi myndir voru teknar á rennsli í morgun, laugardaginn 9. maí 2020.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira