Vörumessa ungra frumkvöðla

5/4/2019

  • Vörumessa ungra frumkvöðla
  • Vörumessa ungra frumkvöðla
  • Vörumessa ungra frumkvöðla
  • Vörumessa ungra frumkvöðla
  • Vörumessa ungra frumkvöðla

Í dag föstudaginn 5. apríl og á morgun laugardaginn 6. apríl verður Vörumessa ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Um 70 nemendur Borgarholtsskóla í áfanganum NÝS3A05 keppa þar í nýsköpun við nemendur í öðrum framhaldsskólum landsins.

Nemendur Borgarholtsskóla eru mættir til leiks vopnaðir lokaverkefnum sínum í áfanganum og eru verkefnin bæði fjölbreytt og áhugaverð. Eru allir velunnarar skólans hvattir til að mæta í Smáralindina og skoða afraksturinn af vinnu nemenda í vetur.

Það eru þau Unnur Gísladóttir og Óttar Ólafsson sem kenna lokaáfangann í nýsköpun og hafa þau staðið í ströngu með nemendunum við undirbúning sýningarinnar.

Hér má nálgast meiri upplýsingar um vörumessuna: https://ungirfrumkvodlar.is/event/vorumessa-smaralind/


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira