Vinnustofa í þýsku
Föstudaginn 18. október bauð Goethe Institut nemendum í ÞÝS2A05 í vinnustofu um fataframleiðslu og umhverfisáhrifin sem henni fylgja og einnig var farið í að finna sjálfbærar lausnir. Þær Inga og Friederike frá samtökunum TeamGLOBAL buðu upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem tengjast efninu.
Það var mikið fjör enda skemmtilegar þrautir sem lagðar voru fyrir nemendur. Í lokin útfærðu nemendur eigin hugmyndir í samræmi við það sem þau tóku með sér úr þessari vinnustofu. Ýmsar skemmtilegar hugmyndir komu fram m.a. nýr áfangi "Grüne Freunde".