Vinnustaðanám erlendis

16/11/2017

  • Vinnustaðanám erlendis - kynning
  • Vinnustaðanám erlendis - kynning
  • Vinnustaðanám erlendis - kynning
  • Vinnustaðanám erlendis - kynning
Nú á  haustönn fóru fjórir nemendur af félagsvirkni- og uppeldissviði í vinnustaðanám erlendis. Þetta voru þau Sigfríð Ólöf Sigurðardóttir og Marija Marcikonyte en þær voru í leikskóla í Svíþjóð,  Linda Elín Kjartansdóttir var í leikskóla í Englandi og Kristófer Gísli Hilmarsson var í parkour skóla í Danmörku.

Þriðjudaginn 14. nóvember sögðu þessir krakkar samnemendum sínum og starfsfólki skólans frá dvöl sinni erlendis, sem stóð í 4 vikur.

Vinnustaðanám erlendis býðst metnaðarfullum og námsfúsum nemendum í félagsmála- og tómstundanámi, leikskólaliðanámi og félagsliðanámi. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og mun standa út árið 2018.

Erasmus+

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira