Vinnustaðanám

20/12/2021 Félagsvirkni– og uppeldissvið

  • Vinnustaðanám
  • Vinnustaðanám
  • Hitt húsið

Nemendur á félagsvirkni- og uppeldissviði í dagskóla hafa í vinnustaðanáminu verið að vinna ýmis störf á mismunandi stöðum á Reykjavíkursvæðinu, til dæmis í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, leikskólum, hjúkrunarheimilum, athvarfi fyrir geðfatlaða og starfsendurhæfingu. Einn nemandi var á frístundaheimili í Reykjanesbæ. Þessa önn hafa sextán nemendur lokið vinnustaðanámi og þannig náð að kynnast væntanlegum starfsvettvangi.

Helmingur nemenda var að vinna á leikskólum sem verðandi leikskólaliðar en einnig voru þau að vinna á hjúkrunarheimilum sem verðandi félagsliðar og sem verðandi frístunda- og tómstundaliðar í félagsmiðstöðvum og á frístundaheimilum. Í lok annar kynntu nemendur sinn vinnustað fyrir öðrum nemendum og Hildi M. Einarsdóttur kennara sem heldur utan um þennan áfanga.

Á önninni var farið í skemmtilega og fræðandi heimsókn í Hitt húsið þar sem Böðvar Nielsen Sigurðarson tók á móti hópnum. Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks þar sem það getur nýtt aðstöðuna til að læra, syngja, dansa, dreyma, skapa, spila, funda og fleira.

Nokkrum nemendum hefur verið boðin vinna eftir vinnustaðanámið sem sýnir að frammistaða þeirra var til fyrirmyndar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira