Viðurkenning fyrir árangur í frönsku

16/6/2022 Bóknám

  • Jóhann Bjarni Þrastarson ásamt Evu Leplat Sigurðsson, frönskukennara.
  • Patrick Le Ménès ásamt nemendunum sem fengu viðurkenningu.

Hefð er fyrir því að sendiráð Frakklands bjóði íslenskum nemendum, sem lagt hafa stund á frönskunám, til móttöku Þann 14. júní bauð Patrick Le Ménès, staðgengill franska sendiherrans, þeim nemendum sem skarað höfðu fram úr í tungumálinu á stúdentsprófi til móttöku í sendiherrabústaðnum.

Borgarholtsskóli átti nemanda í þeim hópi, Jóhann Bjarna Þrastarson. Nemendunum var færð bókagjöf auk þess sem möguleikar til náms í Frakklandi voru kynntir.

Jóhanni Bjarna er óskað innilega til hamingju.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira