Viðurkenning fyrir árangur í frönsku

15/6/2016

  • Hannes og Íris ásamt Philippe O'Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi
  • Hópurinn sem hlaut viðurkenningu ásamt kennurum og sendiherra Frakka
  • Hannes, Philippe og Íris
  • Íris og Hannes ásamt Evu Rún Michelsen (önnur frá vinstri) en hún útskrifaðist frá BHS árið 2003

Þann 14. júní sl. var franski sendiherrann Philippe O'Quin með móttöku fyrir þá nýstúdenta sem sýnt höfðu framúrskarandi árangur á stúdentsprófi í frönsku.

Borgarholtsskóli átti tvo fulltrúa í þeim hópi, þau Hannes Kjartan Baldursson og Írisi Árnadóttur. Í viðurkenningarskyni fyrir góðan árangur fengu þau Íris og Hannes bókargjöf auk þess sem þau fengu árs aðild að Alliance française en það er félag sem hefur það að markmiði að kenna frönsku og kynna franska menningu víða um heim.

Hannesi Kjartani og Írisi er óskað til hamingju með árangurinn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira